X

Download ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin PowerPoint Presentation

SlidesFinder-Advertising-Design.jpg

Login   OR  Register
X


Iframe embed code :



Presentation url :

Home / Health & Wellness / Health & Wellness Presentations / ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin PowerPoint Presentation

ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin PowerPoint Presentation

Ppt Presentation Embed Code   Zoom Ppt Presentation

PowerPoint is the world's most popular presentation software which can let you create professional ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin powerpoint presentation easily and in no time. This helps you give your presentation on ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin in a conference, a school lecture, a business proposal, in a webinar and business and professional representations.

The uploader spent his/her valuable time to create this ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin powerpoint presentation slides, to share his/her useful content with the world. This ppt presentation uploaded by onlinesearch in Health & Wellness ppt presentation category is available for free download,and can be used according to your industries like finance, marketing, education, health and many more.

About This Presentation

ADHD utan skolastofunnar-ADHD samtokin Presentation Transcript

Slide 1 - ADHD utan kennslustofunnar
Slide 2 - Þrjú megineinkenni eru áberandi hjá börnum með ADHD, þau eru: Athyglisbrestur. Lýsir sér í því að barnið á auðvelt með að verða fyrir truflunum og sía frá utanaðkomandi áhrif. Þau eiga í erfiðleikum með að halda athygli og einbeitingu þegar verið er að leysa verkefni því hugurinn fer oft að reika. Börn með ADHD eiga oft í erfiðleikum með að skipuleggja vinnu og nám. Ofvirkni. Einkennist af miklum óróleika, lítilli getu til að slaka á, sitja kyrr og eru alltaf á ferð og flugi. Barn með ADHD talar oft mikið og hátt. Hvatvísi. Birtist á þann hátt að barnið getur verið óþolinmótt og grípa inn í samtöl og leiki annarra. Það framkvæmir oft án þess að hugsa og á erfitt með að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.
Slide 3 - ADHD er stytting á heitinu (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) og er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram snemma á æviskeiðinu. Orsakir ADHD eru líffræðilegar og stafa af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. ADHD er algerlega óháð greind en getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám, störf og félagslega þætti. Einkennin geta verið mjög mismunandi og mismikil hjá börnum með ADHD. Jákvæð viðhorf og skilningur eru meginforsenda þess að börn með ADHD geti notið hæfileika sinna til fullnustu.
Slide 4 - Það finnast þrjár mismunandi gerðir af ADHD: ADHD – með ráðandi athyglisbrest ADHD- með ráðandi ofvirkni og hvatvísi ADHD- blönduð gerð, með bæði athyglisbrest, ofvirkni og hvatvísi.
Slide 5 - skynja umhverfi sitt og aðstæður öðruvísi en tilefni gefa til eiga erfiðara með félagsleg samskipti sem stafar oft af hvatvísi og vangetu þeirra við að lesa í aðstæður koma iðulega með óviðeigandi athugasemdir bæði við starfsfólk skóla og nemendur sem getur komið þeim í vandræði ráða oft illa við truflanir í umhverfinu eru viðkvæm fyrir miklum hávaða geta átt erfitt í lok dags þar sem úthald þeirra er minna en hjá öðrum börnum.
Slide 6 - líður betur í minni hópum eiga erfitt með að bíða í röð eða sitja kyrr hafa oft mikla hreyfiþörf tala mikið og grípa fram í eiga erfitt með að stjórna hegðun sinni þrífast á HRÓSI eru viðkvæm fyrir gagnrýni
Slide 7 - Einstaklingar með ADHD eiga yfirleitt erfiðast með hegðun þegar kemur að aðstæðum utan hefðbundinnar skólastofu. Þetta orsakast af því að aðstæður utan kennslustofu eru ekki eins skipulagðar. Erfiðustu aðstæðurnar fyrir börn með ADHD eru yfirleitt á göngum skólans, í matsalnum, frimínútum, á skólaferðalögum o.s.frv. Mikilvægt er að allt starfsfólk skólans sé meðvitað um hversu erfitt börn með ADHD eiga í aðstæðum utan kennslustofu. Nauðsynlegt er fyrir starfsfólk skólans að fá fræðslu og þjálfun í að takast á við erfiðar aðstæður. Starfsfólk þarf að þekkja og koma auga á þá einstaklinga sem eiga erfitt með hegðun og veita þeim aukna aðstoð. Allt starfsfólk þarf að þekkja reglur innan skólans t.d. varðandi hegðun, til að geta styrkt barnið þegar það sýna æskilegri hegðun með jákvæðni og hrósi.
Slide 8 - Til að forðast erfiðleika er best að sjá þá fyrir þ.e. við hvaða aðstæður þeir geta komið upp og koma í veg fyrir þá. Kennið og æfið rétta hegðun og væntingar utan kennslustofu. Hægt er að ræða við börnin um breytingar á venjulegu skipulagi, einnig getur verið gott að nota hlutverkaleiki en þannig reynist börnum með ADHD auðveldara að læra á aðstæður. Nauðsynlegt getur verið að gera samning við barnið eða nota koma upp umbunarkerfi til að breyta hegðun. Gott er að nota miða eða spjöld sem barnið getur unnið sér inn með góðri hegðun. Allt starfsfólk skólans getur tekið þátt með því að grípa barnið strax þegar það sýnir æskilega hegðun með því að hrósa og umbuna.
Slide 9 - Útvegið félaga til að fylgja milli staða og aðstoða við erfiðar aðstæður. Aukið eftirlit við aðstæður eins og í matsal, ferðir milli kennslustofa, frímínútum, við skólabyrjun og skólalok. Gott er fyrir kennara að hitta barnið eftir hádegishlé, frímínútur eða slíkar aðstæður og fylgja því inn í kennslustofuna. Ef barnið á erfitt með að ráða við langar frímínútur er gott að brjóta tímann upp í minni einingar t.d.10 mínútur og fá barnið til að koma og tilkynna sig til starfsmanns reglulega. Leyfið barninu að nota heyrnarhlífar í matsal til að minnka hávaðaáreyti. Hafið starfsmann nálægt barninu í matsalnum. Leyfið barninu að vera fyrst í röðinni til að minnka líkur á óróleika. Ef barnið er mikið að trufla aðra takið það afsíðis.
Slide 10 - Gefið barninu skýr skilaboð svo það viti til hvers er ætlast. Útskýrið tilganginn með skilaboðunum (hvers vegna). Verið nálægt barninu og í augnsambandi við það. Endurtakið fyrirmæli og verið viss um að barnið skilji þau. Notið nafn barnsins þegar talað er við það til að ná frekar athygli þess. Gefið barninu 5-10 sek. til að meðtaka skilaboðin.
Slide 11 - Öll börn þurfa hrós en börn með ADHD þrífast á hrósi. Hrós getur falist í: Brosi Klappi á kollinn Faðmlagi Athygli Snertingu Blikki Jákvæðum athugasemdum (t.d. vel gert hjá þér)
Slide 12 - ppt slide no 12 content not found
Slide 13 - ADHD samtökin eru til húsa að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík og er skrifstofa samtakanna opin á öllum virkum dögum. Upplýsingar og ráðgjöf er veitt í gegnum síma 581-1110 eða tölvupóst adhd@adhd.is en einnig er hægt að finna upplýsingar um ýmis málefni og fræðslu tengda ADHD á vefsíðu samtakanna www.adhd.is. Bæklingar sem samtökin hafa gefið út tengdum málefnum barna og fullorðinna er hægt að nálgast á heimasíðu samtakanna.